Sverre ráđinn framkvćmdastjóri ÍBA

Hér setur ţú lýsinguna á vefnum

Sverre ráđinn framkvćmdastjóri ÍBA

Sverre Andreas Jakobsson hefur veriđ ráđinn framkvćmdastjóri Íţróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og mun hann hefja störf ţann 2. maí nk. Sverre tekur viđ starfinu af Ţóru Leifsdóttur sem mun ţó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins.
Sverre er međ B.Sc. gráđu í viđskiptafrćđi frá Háskóla Íslands, auk mastersgráđu í fjármálum og alţjóđaviđskiptum frá Viđskiptaháskólanum í Árósum. Ţá hefur hann einnig menntađ sig í fjármögnun og fjárfestingum fyrirtćkja, arđsemisgreiningu, enskri ritun og vinnusálfrćđi.

Sverre er íţróttaáhugamönnum ađ góđu kunnur, en hann á ađ baki glćsilegan feril sem handknattleiksmađur. Hann var atvinnumađur í handknattleik í Ţýskalandi í mörg ár og á ađ baki 182 landsleiki međ A-landsliđi Íslands.
Sverre tók ţátt í fjórum heimsmeistaramótum og fjórum Evrópumótum međ landsliđinu og vann til bronsverđlauna međ liđinu á Evrópumótinu í Austurríki áriđ 2010.
Ţá hefur Sverre tekiđ ţátt í tvennum Ólympíuleikum; hann er einn „silfurdrengjanna“ frá ţví í Peking 2008, ţar sem landsliđ Íslands varđ í öđru sćti, og var einnig í liđinu sem tók ţátt í Ólympíuleikunum í London 2012. Hann hefur tvisvar sinnum orđiđ Íslandsmeistari og bikarmeistari í ţrígang. Sverre hefur einnig veriđ handknattleiksţjálfari, bćđi hjá yngri flokkum og meistaraflokki.
Sverre var sćmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorđu ásamt fleiri landsliđsmönnum áriđ 2008, eftir árangurinn í Peking.

Sverre hefur víđtćka reynslu úr atvinnulífinu og starfar í dag sem sérfrćđingur á fyrirtćkjasviđi Enor á Akureyri, auk ţess ađ ţjálfa meistaraflokk Akureyrar – handboltafélags.
Sverre er giftur Sveinbjörgu Eyfjörđ Torfadóttur og eiga ţau ţrjú börn.

Viđ bjóđum Sverre hjartanlega velkominn til starfa.


Svćđi